Þegar allt er talið lítur kennaraferillinn svona út:

 • einkakennsla í íslensku frá haustinu 2016
 • kennsla í íslensku sem öðru máli frá skólaárinu 1998
 • íslenskukennsla í bókmenntaáföngum við Sumarskóla FB (2011-2019)
 • afleysingakennsla í yngri bekkjum Austurbæjarskóla (2014-2015)
 • framhaldskólakennsla í íslensku (1995-2010)
 • stundakennsla við Háskólann á Akureyri (1998-2008)
 • bekkjar- og tungumálakennsla við Dalvíkurskóla (1984-1985)

Í dag kenni ég íslensku sem annað mál hjá Mími símenntun. Ég kenni sama fag í einkakennslu.

Íslenska sem annað mál

Kennsluferillinn í íslensku sem öðru máli hófst hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri haustið 1998.

 • Fyrst í kvöldskóla á íslenskunámskeiðum í fullorðinsfræðslu.
 • Síðar í dagsskóla í ÍSA-áföngum.

Eftir stutt hlé frá annarsmálskennslu í íslensku var þráðurinn tekinn upp aftur haustið 2010 í MK þar sem ég kenndi eina önn. Annarsmálskennsla í íslensku hefur verið aðalstarf frá upphafi árs 2011 en þá hóf ég störf hjá Mími símenntun.

Íslenska og samfélag - nóv. 2019
Íslenska 3 - ág. 2014

Hjá Mími hef ég kennt fullorðnum íslensku sem annað mál á fjölbreyttum námskeiðum. Hér er það helsta talið:

 • Íslenska fyrir alla á stigum 1-6
 • íslenska tal 2-3
 • íslenska og samfélagsfræðsla á 2. og 4. stigi
 • íslenska á ýmsum starfstengdum námsleiðum
 • íslenska sem annnað mál á vinnustöðum
 • fjarnámskeið á 4. og 5. stigi (þróunarverkefni 2016-2017)

Einkakennaraferillinn hófst sumarið 2016. Verkefnin hafa verið skemmtilega fjölbreytt eins og eftirfarandi verkefnalisti sýnir:

 • annarsmálskennsla fyrir fullorðna frá mismunandi heimshornum og á mismunandi stigum í íslensku sem öðru máli.
 • undirbúningskennsla fyrir íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar.
 • undirbúningkennsla fyrir inntökupróf í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands.
 • stuðningur og málörvun í íslensku tvítyngdra nemenda á öllum stigum grunnskóla.
 • undirbúningskennsla, íslenskumælandi og tvítyngdra nemenda í efri bekkjum grunnskóla, fyrir samræmd próf í íslensku.
 • kennsla, stöðumat og ráðgjöf fyrir systkinahóp á aldrinum 7-15 sem á íslenska foreldra en býr erlendis.
 • upprifjunarkennsla íslenskumælandi stúdentsefnis fyrir lokapróf í bókmenntaáföngum í íslensku.

Önnur kennslureynsla

Uppfært 30. janúar 2022