Námsefni í íslensku sem öðru máli

Á löngum kennsluferli hefur mikið af námsefni orðið til.

Með deilingu er ekki útilokað að það nýtist öðrum líka.

Íslenskunáman hefur hlotið fjóra styrki til námsefnisgerðar. Þrjá til nýsköpunar í framhaldsfræðslu úr Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar og einn til vöruþróunar úr styrktarsjóði Atvinnumála kvenna. Verkefnin eru:

  • myndorðakassi (2015)
  • gagnvirk verkefni (2017)
  • samtalsöskjur (2018)
  • þemapakkar (2019)

Árið 2024 kom út námsbókin Íslenska fyrir 5. stig. Höfundur stóð allan straum af kostnaði vegna útgáfunnar.

Þemapakkar

Tveir pakkar, Staðar- og Fataorð, komu út árið 2021. 

Samtalsöskjur

Allar þrjár

Þrjár öskjur, Fyrsta samtalið, Matur og Skólinn/Vinnan, komu út árið 2019. 

Myndorðakassi

Uppselt

Myndorðakassinn, Nafnorða- og sagnorðaspjöld kom út árið 2017. 

Þemapakkar

Tveir pakkar, Staðar- og Fataorð, komu út árið 2021. 

Samtalsöskjur

Allar þrjár

Þrjár öskjur, Fyrsta samtalið, Matur og Skólinn/Vinnan, komu út árið 2019. 

Myndorðakassi

Uppselt

Myndorðakassinn, Nafnorða- og sagnorðaspjöld kom út árið 2017. 

Námsefnið frá Íslenskunámunni býður upp á fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir. Myndorða- og samtalsspjöldin gera námið og kennsluna meira lifandi. Gagnvirku æfingarnar vekja alltaf eftirvæntingu. Skriflegu verkefnin eru nauðsynleg líka til að þjálfa ákveðna málfarsþætti og til að kanna hvað hefur lærst.

Ánægðir notendur

Ánægðir notendur

Ég elska námsefnið frá [Íslenskunámunni].
- kennir ÍSAT í grunnskóla
Efni [Íslenskunámunnar] er mjög gagnlegt og faglega unnið.
- kennir fullorðnum

Kennsluaðferðir

Athafnanám eða verklegt nám gefur nemendum tækifæri til að æfa orðaforða og málfarsatriði í aðstæðum sem reynir á þá á sambærilegan hátt og í samræðum.

Það getur hins vegar verið mjög erfitt fyrir þá sem eru að læra annað tungumál að vera settir í þær aðstæður að búa til setningar frá eigin brjósti án nokkurra hjálpargagna. Þess vegna eru myndorða- og samtalsspjöld kærkomin viðbót við hefðbundnari kennslugögn.

Gildi endurtekningarinnar verður seint ofmetin í tungumálanámi. Besta trygging þess að endurtekningin verði ekki of einhæf eru fjölbreyttar kennsluaðferðir. 

Fjölbreyttar aðferðir gefa ekki aðeins tækifæri til meiri þjálfunar í viðfangsefninu heldur auka þær einnig líkurnar á skilningi nemenda/skjólstæðinga á því. Breytt endurtekning ýtir þar af leiðandi undir nám sem er auðvitað meginmarkmiðið með allri kennslu.

Allt námsefni Íslenskunámunnar gefur bæði nemendum og kennurum tækifæri til að fara í helstu viðfangsefni íslenskunámsins með nýrri og nýrri aðferði.

Myndorðaspjöldin og gagnvirku verkefnin henta vel til alls konar hópvinnu. 

  • Samtalsspjöldin henta ef til vill best til paravinnu 
  • myndorðaspjöldin (þemapakkar og myndorðakassinn) eru frekar hugsuð til hópvinnu (3-4 í hóp)
  • gagnvirku verkefnin á Quizlet bjóða upp á að þau séu unnin jafnt sem hóp- og einstaklingsverkefni.
  • mælt er með því að Kahoot verkefnin séu unnin sem gagnvirkir námsleikir með virkri kennslu á milli spurninga. 
  • skriflegu verkefnin eru frekar hugsuð sem einstaklingsverkefni þó það megi líka vinna þau til dæmis í pörum.

Það eru þó nokkrar hugmyndir af para- og hópvinnuverkefnum í notkunar- og kennsluleiðbeiningunum með námsefninu sem Íslenskunáman hefur gefið út.

Stundum er jafningjafræðsla besta leiðin til að kveikja skilning þeirra sem ná ekki að fylgjast með í kennslustundum vegna skorts á sameiginlegu tungumáli og/eða skilningi á málfræðihugtökum og málfarsskýringum.

  • Athafnanám með hópvinnu er prýðileg leið til að opna á möguleika til jafningjafræðslu.
  • Hópvinnuleikirnir á Quizlet henta líka afar vel til að ýta undir jafningjafræðslu.

Nemendur á öllum aldri kunna að meta það þegar kennslustundirnar eru brotnar upp með leikjum. Íslenskunáman býður upp á ýmis konar námsefni sem nýtist til leikjunar:

  • Námsleikir inni á Quizlet og Kahoot.
  • Myndorðaspjöld sem má nota sem borðspil.
  • Samtalsspjöld sem er hægt að nota í para- og hópvinnuleikjum.

Allt námsefni Íslenskunámunnar er mjög myndríkt*. Meginástæðan er sú að höfundur hefur reynt það í sinni kennslu að ekkert virkar jafnvel til að brúa tungumálabilið á milli þeirra, sem hafa ekkert sameiginlegt tungumál, en greinilegar og lýsandi myndir.

Myndskreytt námsefni kveikir ekki bara á skilningi heldur líka áhuga jafnt hjá yngri og eldri nemendum.

*Myndirnar eru aðallega fríar myndir af Netinu. Í Staðarorðunum er mikið af ljósmyndum en sækja þurfti um leyfi fyrir mörgum þeirra. Sumir óskuðu eftir því að nöfn þeirra kæmu fram á myndunum.

Myndorðaspjöld Íslenskunámunnar og gagnvirk orðaforðaverkefni styðja við þessa kennsluaðferð sem er ómetanleg í annarsmálskennslu; ekki síst í þeim tilvikum sem nemendur og kennari hafa ekkert sameiginlegt tungumál.

Samkvæmt reynslu höfundar virkar hópvinna einna best til að uppgötvunarnám eigi sér stað.

Uppfært 24. nóvember 2024