Uppselt

Brúum tungumálabilið
með myndorðaspjöldum!

Uppselt

Brúum tungumálabilið
með myndorðaspjöldum!

Myndorðakassinn var fyrsta varan sem Íslenskunáman gaf út. Kassinn er uppseldur en það stendur til að gefa efnið út aftur.

Smelltu á hnappana hér að neðan til að finna setningarformúlur með efni Myndorðakassans.

Sending í undirbúningi 4. febrúar 2016

Hvað segja notendur?

Hvað segja notendur?

Myndirnar eru frábærar. Var búin að leita töluvert af [...] myndefni fyrir mína sérkennsluvinnu þegar þessi kassi kom. Algjör himnasending.
- sérkennari í grunnskóla
Ég er búin að nota kassann [...] mjög mikið
- minn er farinn að slitna af mikilli notkun!
- kennir fullorðnum
Takk, fyrir að búa til þetta dásamlega námsefni .
- kennir fullorðnum
Nemendur mínir klappa saman lófunum þegar kassinn er tekinn fram.
Frábært verkfæri í íslenskukennslu
.
- kennir ÍSAT í grunnskóla

Sagnorðin

Sagnirnar eru flokkaðar eftir beygingarendingu í nútíð eintölu

Sagnorðaspjöldin eru frábært verkfæri til að kenna:

  • orðaforða
  • setningagerð með hjálparsögnum
  • orðaröð í setningum með tíðniatviksorðum
  • persónu- og tíðbeygingu
  • hljóðbreytingar í óreglulegum (sterkum) sögnum
Það er í stuttu máli hægt að nota sagnorðaspjöldin á mjög fjölbreyttan hátt og á öllum námsstigum.

Setningarformúlur

Á þessu stigi er mælt með setningum með hjálparsögnum til að tala um mismunandi tíðir eða horf.

Nútíð

  • Ég er að … (núna)
  • Ég ætla að … (á eftir/á morgun)
  • Ég þarf að … (á eftir/á morgun)

Þátíð

  • Ég var að … (áðan/í gær)

Í byrjun er mælt með að velja sagnir sem er hægt að nota án andlags. Eins er mælt með því að fara í hvern beygingarflokk sagnorða (a-, i-, 0-sagnir í þessari röð) fyrir sig og byrja aðeins á beygingu þeirra í eintölu. Hins vegar er tilvalið að bæta við algengum tíðniatviks- og orðasamböndum um tíma og fara í grundvallaratriði varðandi orðröð í íslensku. 

➤ Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari, hefur skrifað að minnsta kosti þrjár greinar um grundvallarorðaröð í íslensku. Það má benda byrjendum sem lesa ensku á Basic Word Order.

Í byrjun er mælt með að leggja áherslu á hversdagslegar athafnir eða það sem nemendur eru líklegir til að gera á hverjum degi.

Einföld fullyrðingarsetning

  • Ég … (á hverjum degi)
  • Hann/Hún/Hán… (á hverjum degi)

Einföld spurnarsetning

  • … þú (á hverjum degi)?

Í byrjun er mælt með að velja sagnir sem er hægt að nota án andlags. Hins vegar er gott að bæta við algengum tíðniatviksorðum og orðasamböndum um tíma (bæði fyrir reglulegar athafnir og framtíðina). Það þarf líka að fara í grundvallaratriði varðandi orðröð í íslensku.

➤ Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari, hefur skrifað að minnsta kosti þrjár greinar um grundvallarorðaröð í íslensku. Það má benda nemendum sem lesa ensku á Basic Word Order – V2.

Í byrjun* er mælt með að leggja áherslu á hversdagslegar athafnir eða það sem nemendur eru líklegir til að gera á hverjum degi.

 

Einföld fullyrðingarsetning

  • Ég … (áðan/ í gær)
  • Hann/Hún/Hán… (áðan/í gær)

Einföld spurnarsetning

  • … þú (áðan í gær)?

Í byrjun er mælt með að velja sagnir sem er hægt að nota án andlags. Hins vegar er gott að bæta við algengum atviks- og orðasamböndum um liðinn tíma.



Samkvæmt minni reynslu eru nemendur tilbúnir til að bæta þátíð a-sagna við um miðbik 2. stigs en beyging i-sagna reynist þeim erfiðari. Þess vegna er mælt með að leggja áherslu á þátíð a-sagna á 2. stigi og i-sagna á 3. stigi. Í þessu sambandi má líka minna á að þó nokkrar sagnir sem hafa óreglulega (sterka) beygingu í nútíð (0-sagnir) hafa reglulega (veika) þátíðarbeygingu (0-/i-sagnir?).

Það má byrja að kynna lýsingarháttinn* a.m.k. frá og með 3. stigi og láta nemendur búa til setningar með stuðningi af sagnorðaspjöldunum.

Dæmi um setningarformúlur fyrir para-/hópvinnu:

  • Frumkvæði í samtölum: Hefur þú … [andlag/forsetningarliður]?
  • Ein af leiðunum til að vera kurteis: Getur þú … [andlag/andlög/forsetningarliður]?


*Lýsingarhættir þátíðar í íslensku eru tveir.

A. Sá sem stendur með sögninni að vera og hagar sér eins og lýsingarorð (sum eru reyndar talin með þeim eins og soðinn).

B. Sá sem stendur með hjálparsögnunum að geta og hafa og er í síðasta sæti yfir kennimyndir sagna
(kallaður sagnbót á bin.arnastofnun.is)

Í flestum tilvikum er mögulegt að kynna viðtenginarháttinn fyrir nemendum sem eru komnir á 4. stig. Fæstir eru þó tilbúnir til að mynda setningar með sögn í viðtengingarhætti fyrr en á 5.-6. stigi.

Samkvæmt minni reynslu gengur nemendum best að búa til setningar sem hafa viðtenginarhátt þegar þeir fá þessar setingarformúlur til að fylla upp í:

Nútíð

  • Ég held að …
  • Ég hugsa að …
  • Ég vona að …

Þátíð

  • Ég hélt að …
  • Ég vonaði að …
  • Ég vissi ekki að …

Nafnorðin

Nafnorðaspjöldin eru frábær leið til að kenna:

  • orðaforða
  • samhengið sem er á milli endinga og kyns
  • samhengið sem er á milli greinisins og eignarfornafna
  • eintölu- og fleirtöluendingar nafnorða í nefnifalli
  • fallbeygingu með og án greinis
  • algengar hljóðbreytingar í nafnorðum
Það er í stuttu máli hægt að nota nafnorðaspjöldin á mjög fjölbreyttan hátt og á öllum námsstigum.
Nafnorðaspjöldin eru úr fimm algengustu beygingarflokkunum

Setningarformúlur

Mælt er með að leggja höfðuðáherslu á fimm algengustu beygingarflokkana við uppbyggingu orðaforða með byrjendum.

Í sumum tilvikum er jafnvel ástæða til að fækka þeim niður í þrjá og byrja bara á: i-karlkynsorðunum, a-kvenkynsorðunum og 0-hvorugkyndorðunum

Nefnifall í eintölu

  • Þetta er …
  • Þetta er … minn/mín/mitt

Nefnifall í eintölu og fleirtölu*

  • 1, 2, 3, 4 …
  • margir, margar, mörg …

Mælt er með að velja algengustu orðin úr nafnorðabunkunum og skilja þau frá sem eru fleiri en tvö atkvæði eða mjög erfið í framburði.


*Þegar kemur að fleirtölunni er rétt að undanskilja ur-karlkynsorðin sem hafa hljóðbreytingu í fleirtölu. Áður en nemendur ljúka 1. stigi er þó eðlilegt að gera ráð fyrir að þeir þekki hljóðbreytinguna a > ö í fleirtölu a-kvenkynsorðanna og 0-hvorugkynsorðanna.

Mælt er með að byrja á mjög algengum nafnorðum um til dæmis skóladótið og mat. Síðan má bæta við til dæmis orðaforða um húsbúnað og ýmis konar verkfæri.*

Fullyrðingarsetningar

  • Ég nota (alltaf/oft/stundum/aldrei) …
  • Ég á (ekki) … 
  • Ég ætla að fá …
  • Ég þarf (ekki) …
  • Mig vantar (ekki) …
  • Mig langar (ekki) í …

Spurnarsetningar

  • Notar þú (alltaf/aldrei) …?
  • Átt þú …? 
  • Þarft þú (ekki) …?
  • Vantar þig (ekki) …?
  • Langar þig (ekki) í …?

* Það má reyndar nota þessa setningar með nánast öllum nafnorðaforðanum í Myndorðakassanum en svo má líka prjóna við þessar setningar eftir tilefnum og markmiðum.

Mælt er með að byrja á þágufalli a-kvenkynsorðanna og i-karlkyns- og -hvorugkynsorðanna* og þá frekar orðum sem þurfa ekki endilega að standa með greini. Áherslurnar í þemapökkunum miða sérstaklega að þessu atriði. 

Eftirfarandi setningarformúlur ganga hins vegar með stórum hluta nafnorðanna í Myndorðakassanum.

Fullyrðingarsetningar

  • Ég gleymdi …
  • Ég týndi … 
  • Ég henti …

Spurnarsetningar

  • Gleymdir þú …?
  • Týndir þú …? 
  • Hentir þú …?


* Það er mikilvægt að hafa það í huga að 0-hvorugkynsorðin og þá sérstaklega ur-karlkynsorðin reynast nemendum oft mjög erfið.

  1. 0-hvorugkynsorðin eru þægilegri þar sem þau bæta nær undantekningarlaust við sig i-í þágufallinu.
  2. Þó það sé til þægileg þumalputtaregla varðandi ur-karlkynsorðin þá er hún langt því frá án undantekninga.

Þar sem þágufall fleirtölunnar er frekar auðlært er auðveldara að byrja á því en eintölunni.* Hér eru nokkrar setningarformúlur til að æfa fleirtöluorðin í þágufalli.

Reyndar er það bara sögnin að safna sem gerir beina kröfu um fleirtölu og þess vegna er ástæða til að velja nafnorðin, sem eiga að koma í eyðurnar, þannig að það sé eðlilegra að þau séu höfð í fleirtölu.

Fullyrðingarsetningar

  • Ég safna …
  • Ég hef áhuga á … 
  • Ég henti …

Spurnarsetningar

  • Safnar þú …?
  • Hefur þú áhuga á …? 
  • Hentir þú …?


* Það má að sjálfsögðu nota aðrar setningarformúlur, sem koma fyrir framar í þessum flettilista, í þeim tilgangi að æfa fleirtölu bæði í þolfalli og þágufalli. Ástæðan fyrir að ég mæli með að byrja á þágufallinu er að samkvæmt minni reynslu gengur nemendum ekki vel að læra fleirtölu karlkynsorðanna í þolfalli þó reglan sé frekar einföld.

Ég mæli með að áherslu á ákveðna greininn frá og með 3. stigi.*

Þolfall með greini

  • Ég get lánað þér … minn/mína/mitt
  • Þú mátt nota … minn/mína/mitt
  • Getur þú lánað mér … þinn/þína/þitt?
  • Má ég nota … þinn/þína/þitt?

Þágufall með greini

  • Ég gleymdi … mínum/minni/mínu
  • Ég týndi … mínum/minni/mínu. 
  • Ég henti … mínum/minni/mínu.
  • Gleymdir þú … þínum/þinni/þínu?
  • Týndir þú … þínum/þinni/þínu? 
  • Hentir þú … þínum/þinni/þínu?

* Samkvæmt minni reynslu ruglast nemendur iðulega á því hvar nafnorðin enda og ákveðni greinirinn byrjar. Þess vegna mæli ég með að megináherslan á fyrstu tveimur stigunum sé á beygingu nafnorða án greinisins. Það er þó ekki hægt að sleppa honum alveg:

  • Það er  sjálfsagt að kynna hann í nefnifalli fyrir byrjendum með eignarfornöfnunum í 1. (og 2.) persónu .
  • Á 2. stigi verður að gera ráð fyrir að allra algengustu orðin, sem standa með greini, séu lögð inn.

Það er ástæða til að undirstrika það mjög snemma að í stað í og á þá er forsetningin til notuð þegar talað er um fólk.*

Eignarfall án greinis

  • Ég er að fara til (fólk/lönd/borgir)

Eignarfall með greini

  • Ég sakna …

Að öðru leyti er eignarfallið tæplega mjög mikilvægt fyrr en nemendur eru komnir á 4. stig. Nafnorðin sem tilheyra reglulegu (veiku) beygingarflokkunum hafa ekki sérstaka eignarfallsendingu og þar af leiðandi er vel mögulegt að kynna eignarfall þeirra þegar á 2. stigi. 

styrkurA

[give_form id=”5916″]

Ertu að bíða eftir endurútgáfu þessa efnis?

Ertu að bíða
eftir þessu efni?

Útgáfustyrkur væri mjög vel þeginn♡

Útgáfustyrkur væri 

mjög vel þeginn ↓

Fáanlegar vörur

Fáanlegar
vörur

Samtalsöskjur

Þemapakkar

Uppfært 3. febrúar 2025