Hvað segja notendur?
Samtalsöskjur
Viltu spjalla við mig á íslensku?
Viltu spjalla við mig á íslensku?
Smelltu á hnappinn til að finna krækjur í hljóðskrár, lesefni
og gagnvirkar æfingar sem tengjast samtalsspjöldunum.
Fyrir hverja?
Hvernig?
Hvar?
Kennsluleiðbeiningar
Fyrir hverja?
Samtalsspjöldin eru frábært verkfæri fyrir þá sem:
- vilja æfa það sem þeir hafa lært í tungumálinu í samræðum.
- langar til að tala íslensku en vantar orðaforða til að halda uppi samræðum.
- langar til að tala við þá sem eru að læra tungumálið en vita ekki hvar á að byrja.
- vilja aðstoða þá sem eru að læra tungumálið en vantar verkefni/verkfæri til þess.
Samtalsspjöldin eru hönnuð fyrir nemendur sem eru á stigi A1 (samkvæmt evrópska tungumálarammanum) en geta vel nýst þeim sem eru komnir lengra í íslenskunáminum.
Hvernig?
Samtalsspjöldin bjóða upp á samtal eða yfirheyrslu milli tveggja einstaklinga og í stærri hópum.
- samtal: Þátttakendur skipta samtalsspjöldunum á milli sín og skiptast á að spyrja og svara.
- yfirheyrsla: Annar spyr og hinn svarar. Hægt að skipta um hlutverk þannig að báðir hafi spurt og svarað þegar upp er staðið.
Hugmyndir fyrir hópa:
- flöskustútur: deila spurningum á alla, snúa síðan flösku og sá sem flöskustúturinn miðar á svarar einni spurningu.
- sá sem er með boltann svarar: deila spurningum á alla, þátttakendur henda síðan bolta á þann sem þeir vilja að svari næst.
- koll af kolli: deila spurningum á alla, einn byrjar að spyrja þann sem er honum á hægri hönd spurningar sem hann er með, sá svarar og spyr svo næsta einnar af sínum spurningum.
- draga og svara: spjöldin eru sett saman í einn stokk, sá sem er fyrstur dregur efsta spjaldið og svarar spurningunni. Það má bæta við þennan leik og láta þátttakendur safna spjöldunum sem þeir svara og telja svo stigin í samræmi við litadoppurnar í lokin.
Hvar?
Heima geta börn, sem eru að læra íslensku sem annað mál í skólanum, aðstoðað foreldra sína. Makar, sem hafa íslensku að móðurmáli eða eru komnir lengra í íslenskunáminu, geta líka liðsinnt þeim sem eru að byrja.
Í skólanum er hægt að finna upp á ýmsum leikjum þar sem tveir eða fleiri vinna saman. Sjá hugmyndir undir Hvernig.
Í vinnunni er hægt að nota matarhlé og kaffipásur til að bjóða upp á spjall með samtalsspjöldunum. Vinnustaðurinn getur látið samtalsspjöldin liggja á kaffistofunni eða í matsalnum og svo geta þeir sem eru að læra – eða þeir sem vilja aðstoða vinnufélaga sem eru að læra – tekið spjöldin með sér í vinnuna.
Á kaffihúsinu er hægt að eiga stefnumót við vini og kunningja. Það er þægilegt að stinga öskjunum í tösku eða vasa og taka þau með sér. Mæltu þér mót við einhvern sem getur aðstoðað þig að læra og taktu spjöldin með þér til að tryggja að samtalið snúist ekki strax yfir á ensku!
Ef þú talar íslensku getur þú líka notað kaffihúsið eða annan vettvang til að aðstoða vini og/eða spjallfélaga (e. tandem partner), sem eru að læra tungumálið, með því að nota samtalsspjöldin. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í málfræði.
- Sá sem er að læra nýtt tungumál þarf æfingu í að nota það í samræðum.
- Hann fer í skóla ef hann vil læra málfræði.
Kennsluleiðbeiningar
Hverri öskju fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru úrskýrð. Þar er líka farið stuttlega í helstu málfræðiáherslur í viðkomandi öskju.
Hér eru ýtarlegri leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að skoða Notkunar- og kennsluleiðbeiningarnar hér fyrir neðan, hlaða þeim niður og prenta þær út.
Fyrir hverja?
Hvernig?
Hvar?
Kennsluleiðbeiningar
Fyrir hverja?
Samtalsspjöldin eru frábært verkfæri fyrir þá sem:
- vilja æfa það sem þeir hafa lært í tungumálinu í samræðum.
- langar til að tala íslensku en vantar orðaforða til að halda uppi samræðum.
- langar til að tala við þá sem eru að læra tungumálið en vita ekki hvar á að byrja.
- vilja aðstoða þá sem eru að læra tungumálið en vantar verkefni/verkfæri til þess.
Samtalsspjöldin eru hönnuð fyrir nemendur sem eru á stigi A1 (samkvæmt evrópska tungumálarammanum) en geta vel nýst þeim sem eru komnir lengra í íslenskunáminum.
Hvernig?
Samtalsspjöldin bjóða upp á samtal eða yfirheyrslu milli tveggja einstaklinga og í stærri hópum.
- samtal: Þátttakendur skipta samtalsspjöldunum á milli sín og skiptast á að spyrja og svara.
- yfirheyrsla: Annar spyr og hinn svarar. Hægt að skipta um hlutverk þannig að báðir hafi spurt og svarað þegar upp er staðið.
Hugmyndir fyrir hópa:
- flöskustútur: deila spurningum á alla, snúa síðan flösku og sá sem flöskustúturinn miðar á svarar einni spurningu.
- sá sem er með boltann svarar: deila spurningum á alla, þátttakendur henda síðan bolta á þann sem þeir vilja að svari næst.
- koll af kolli: deila spurningum á alla, einn byrjar að spyrja þann sem er honum á hægri hönd spurningar sem hann er með, sá svarar og spyr svo næsta einnar af sínum spurningum.
- draga og svara: spjöldin eru sett saman í einn stokk, sá sem er fyrstur dregur efsta spjaldið og svarar spurningunni. Það má bæta við þennan leik og láta þátttakendur safna spjöldunum sem þeir svara og telja svo stigin í samræmi við litadoppurnar í lokin.
Hvar?
Heima geta börn, sem eru að læra íslensku sem annað mál í skólanum, aðstoðað foreldra sína. Makar, sem hafa íslensku að móðurmáli eða eru komnir lengra í íslenskunáminu, geta líka liðsinnt þeim sem eru að byrja.
Í skólanum er hægt að finna upp á ýmsum leikjum þar sem tveir eða fleiri vinna saman. Sjá hugmyndir undir Hvernig.
Í vinnunni er hægt að nota matarhlé og kaffipásur til að bjóða upp á spjall með samtalsspjöldunum. Vinnustaðurinn getur látið samtalsspjöldin liggja á kaffistofunni eða í matsalnum og svo geta þeir sem eru að læra – eða þeir sem vilja aðstoða vinnufélaga sem eru að læra – tekið spjöldin með sér í vinnuna.
Á kaffihúsinu er hægt að eiga stefnumót við vini og kunningja. Það er þægilegt að stinga öskjunum í tösku eða vasa og taka þau með sér. Mæltu þér mót við einhvern sem getur aðstoðað þig að læra og taktu spjöldin með þér til að tryggja að samtalið snúist ekki strax yfir á ensku!
Ef þú talar íslensku getur þú líka notað kaffihúsið eða annan vettvang til að aðstoða vini og/eða spjallfélaga (e. tandem partner), sem eru að læra tungumálið, með því að nota samtalsspjöldin. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í málfræði.
- Sá sem er að læra nýtt tungumál þarf æfingu í að nota það í samræðum.
- Hann fer í skóla ef hann vil læra málfræði.
Kennsluleiðbeiningar
Hverri öskju fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru úrskýrð. Þar er líka farið stuttlega í helstu málfræðiáherslur í viðkomandi öskju.
Hér er krækja í ýtarlegri leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að hlaða þeim niður og prenta út.
Hvað segja notendur?
Samtalsspjöldin hafa nýst mér frábærlega í minni kennslu með fullorðnum.
- kennir fullorðnum
ÍSAT-nemandi með kjörþögli (hefur búið hér í nokkur ár) svaraði mér í fyrsta skipti, með já og nei, þegar ég notaði samtalsspjöldin.
- kennir ÍSAT í grunnskóla
Nemendur mínir hafa svo gaman af samtalsspjöldunum.
- háskólakennari í íslensku sem erlendu máli á Ítalíu
Ítarefni
Viðmælendur þurfa að stafa nafnið sitt í fyrsta samtalinu. Stafrófið má finna í bókinni Íslenska fyrir alla 1 (kafli 2).
- Smelltu á hljóðskrá númer 119 til að æfa framburðinn á stafrófinu.
Óhætt er að mæla með Matarspili Gígju Svavarsdóttur til að bjóða upp á enn frekari æfingu á viðfangsefni annarrar öskjunnar.
- Hægt er að lesa um spilið og ná í frítt verkefnahefti sem fylgir því á síðu Dósaverksmiðjunnar (The Tin Can Factory)
Mælt er með því að endurtaka samtölin jafnoft og þurfa þykir við mismunandi aðstæður og gjarnan með nýjum og nýjum spjallfélaga. Til að breyta um aðferð er líka tilvalið að leysa nokkur gagnvirk verkefni á Quizlet.
Hér fyrir neðan getur þú skoðað yfirlit yfir tengdar æfingar sem eru inni á Quizlet og komist í þær með því að smella á krækjurnar.
Viðmælendur þurfa að stafa nafnið sitt í fyrsta samtalinu. Stafrófið má finna í bókinni Íslenska fyrir alla 1 (kafli 2).
- Smelltu á hljóðskrá númer 119 til að æfa framburðinn á stafrófinu.
Óhætt er að mæla með Matarspili Gígju Svavarsdóttur til að bjóða upp á enn frekari æfingu á viðfangsefni annarrar öskjunnar.
- Hægt er að lesa um spilið og ná í frítt verkefnahefti sem fylgir því á síðu Dósaverksmiðjunnar (The Tin Can Factory)
Mælt er með því að endurtaka samtölin jafnoft og þurfa þykir við mismunandi aðstæður og gjarnan með nýjum og nýjum spjallfélaga. Til að breyta um aðferð er líka tilvalið að leysa nokkur gagnvirk verkefni á Quizlet.
Með því að smella á eftirfarandi krækju getur þú náð í yfirlit yfir tengdar æfingar sem eru inni á Quizlet og komist í þær með því að smella á krækjurnar í yfirlitinu.
Aðrar vörur
Aðrar vörur
Uppfært 6. júní 2024