Viltu spjalla við mig á íslensku?

Viltu spjalla við mig á íslensku?

Smelltu á hnappinn til að finna krækjur í  hljóðskrár, lesefni
og gagnvirkar æfingar sem tengjast samtalsspjöldunum.

Hvað segja notendur?

Hvað segja notendur?

Samtalsspjöldin hafa nýst mér frábærlega í minni kennslu með fullorðnum.
- kennir fullorðnum
ÍSAT-nemandi með kjörþögli (hefur búið hér í nokkur ár) svaraði mér í fyrsta skipti, með já og nei, þegar ég notaði samtalsspjöldin.
- kennir ÍSAT í grunnskóla

Ítarefni

Viðmælendur þurfa að stafa nafnið sitt í fyrsta samtalinu. Stafrófið má finna í bókinni Íslenska fyrir alla 1 (kafli 2).

Óhætt er að mæla með Matarspili Gígju Svavarsdóttur til að bjóða upp á enn frekari æfingu á viðfangsefni annarrar öskjunnar.

Fimm spurningar í þriðju öskjunni snúast um tíma; það er vikudagana, mánuðina og klukkuna. Í Íslensku fyrir alla 1 er farið í vikudagana og mánuðina í kafla 5 og klukkuna í kafla 6. Bent er á hljóðskrár:

Mælt er með því að endurtaka samtölin jafnoft og þurfa þykir við mismunandi aðstæður og gjarnan með nýjum og nýjum spjallfélaga. Til að breyta um aðferð er líka tilvalið að leysa nokkur gagnvirk verkefni á Quizlet.

Hér fyrir neðan getur þú skoðað yfirlit yfir tengdar æfingar sem eru inni á Quizlet og komist í þær með því að smella á krækjurnar.

Viðmælendur þurfa að stafa nafnið sitt í fyrsta samtalinu. Stafrófið má finna í bókinni Íslenska fyrir alla 1 (kafli 2).

Óhætt er að mæla með Matarspili Gígju Svavarsdóttur til að bjóða upp á enn frekari æfingu á viðfangsefni annarrar öskjunnar.

Fimm spurningar í þriðju öskjunni snúast um tíma; það er vikudagana, mánuðina og klukkuna. Í Íslensku fyrir alla 1 er farið í vikudagana og mánuðina í kafla 5 og klukkuna í kafla 6. Bent er á hljóðskrár:

Mælt er með því að endurtaka samtölin jafnoft og þurfa þykir við mismunandi aðstæður og gjarnan með nýjum og nýjum spjallfélaga. Til að breyta um aðferð er líka tilvalið að leysa nokkur gagnvirk verkefni á Quizlet.

Með því að smella á eftirfarandi krækju getur þú náð í yfirlit yfir tengdar æfingar sem eru inni á Quizlet og komist í þær með því að smella á krækjurnar í yfirlitinu.

Aðrar vörur

Aðrar vörur

Þemakassar

Þolfallið og þágufallið hafa
aldrei verið eins skemmtilegt!
A2+

Þemakassar

Þolfallið og þágufallið hafa
aldrei verið eins skemmtilegt!
A2+

Uppfært 26. apríl 2023