Námsleikir sem kalla fram brosツ

Farðu beint í forritin með námsleikjum Íslenskunámunnar
með því að smella á myndahnappana.

Leikirnir á Quizlet eru opnir öllum.

Finndu flokkaða krækjulista yfir námsleiki Íslenskunámunnar og leiðbeiningarmyndbönd
frá Quizlet og Kahoot! með því að smella á viðeigandi hnapp.

styrkurA

[give_form id=”5884″]

Quizlet

Námsleikir Íslenskunámunnar á Quizlet henta bæði í tímum og sem heimaverkefni. 

 • Fyrir nemendur er mælt með aðferðunum sem heita: Learn, Match, Flashcard og Test.
 • Í tímum er mælt með Live sem er bæði hægt að láta nemendur spila staka eða í 3-4 manna hópum.
Quizlet býður upp á nokkrar námsaðferðir

Quizlet kemur mjög vel út í viðbótinni fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Til að hlaða henni niður þarf að búa til reikning á Quizlet.

Það er hins vegar hægt að spila námsleikina án innskráningar með því að fara inn á quizlet.com í gegnum hvaða vafra sem er.

Grænu hökin á myndinni eru aðferðirnar sem Íslenskunáman allir geta spilað takmarkalaust. Rauðu hökin merkja að það þarf að minnsta kosti tvo spilara til að spila leikina (sjá nánar á Quizlet).

Nemendur taka þátt í Live og Checkpoint á quizlet.live

Það er mjög mikið til af efni frá Íslenskunámunni inni á Quizlet. Efnið er enn í vinnslu. Það sem er lengst komið eru námsleikir fyrir nemendur á 1. og 2. stigi í íslensku sem öðru máli eða um 100 leikir fyrir hvort stig.

Námsleikirnir á Quizlet

Höfundur Íslenskunámunnar hefur búið til alls 109 námsleiki inni á Quizlet fyrir 1. stigið. Stefnt er að yfirferð og betrumbótum á þessum leikjum og skipulagi þeirra en eins og er þá er þetta efni sett fram í tveimur hlutum.

 1. Íslenskunáman 1A (57 námsleikir)
 2. Íslenskunáman 1B (52 námsleikir)

Þú getur líka skoðað yfirlit yfir allar æfingarnar eða vistað það hjá þér og notað krækjurnar til að komast beint inn í einstaka námsleiki.

Höfundur Íslenskunámunnar hefur búið til alls 109 námsleiki inni á Quizlet fyrir 2. stigið. Stefnt er að yfirferð og betrumbótum á þessum leikjum og skipulagi þeirra en eins og er þá er þetta efni sett fram í tveimur hlutum.

 1. Íslenskunáman 2A (55 námsleikir)
 2. Íslenskunáman 2B (54 námsleikir)

Þú getur líka skoðað yfirlit yfir allar æfingarnar eða vistað það hjá þér og notað krækjurnar til að komast beint inn í einstaka námsleiki.

Höfundur Íslenskunámunnar hlaut styrk til að búa til gagnvirk verkefni fyrir fullorðinsfræðslu í íslensku sem öðru máli. Styrkurinn entist til að setja fram gott úrval æfinga fyrir fyrstu tvö stigin. Framhaldstyrkur til að halda verkefninu áfram hefur hins vegar ekki hlotist enn.

Það eru þó einhver verkefni tilbúin fyrir 3. stigið. Rétt er að taka fram að þau eru mislangt á veg komin. 

Quizlet hefur verið að fara í gegnum umfangsmikið uppfærsluferli. Þetta myndband sem er frá haustinu 2021 skýrir vel hvernig Quizlet Live virkar. Það eru líka hægt að nálgast skrifaðar leiðbeiningar á vefsíðu Quizlet.

Kahoot!

Námsleikir Íslenskunámunnar á Kahoot! henta sérstaklega vel í tímum en er líka hægt að setja fyrir heima. 

 • Í tímum er mælt með Classic Mode þar sem það gefst rúm á milli spurninga að koma að leiðbeiningum.  
 • Auk þess býður Kahoot! nú upp á hópvinnu þar sem nemendur verða að tala saman til að leysa verkefnin.

Það er hægt að spila Kahoot! jafnt í tölvum og á snjalltækjum. Til að finna námsleiki eða búa þá til er farið inn á kahoot.com 

Nemendur fara hins vegar inn á kahoot.it til að spila námsleiki. Einnig er hægt að hlaða niður viðbót fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og taka þátt í gegnum hana.

Það er mjög aðgengilegt að nota Classic Mode á Kahoot! til að komast að því hvar nemendur standa í tilteknum námsþætti og koma að leiðbeiningum á milli spurninga.

Það er sjaldgæft að nemendur fúlsi við því að spila Kahoot!

Það er töluvert mikið til af efni frá Íslenskunámunni inni á Kahoot!. Efnið er enn í vinnslu. Það sem er lengst komið eru námsleikir fyrir nemendur á 2., 3. og 4. stigi í íslensku sem öðru máli eða um 10 leikir fyrir hvert stig.

Námsleikirnir á Kahoot!

Langflestir námsleikir Íslenskunámunnar á Kahoot! eru settir upp sem eins konar krossaspurningar. Það er hægt að spila þá á þrenna vegu í tímum en svo er líka hægt að setja þá fyrir heima í gegnum Assign.

Hér er krækjur sem leiða þig í námsleikjasöfn fyrir stig 1-5.

 1. Kahoot! fyrir 1. stig (10 námsleikir)
 2. Kahoot! fyrir 2. stig (13 námsleikir)
 3. Kahoot! fyrir 3. stig (9 námsleikir)
 4. Kahoot! fyrir 4. stig (9 námsleikir)
 5. Kahoot! fyrir 5. stig (2 námsleikir)

Athugaðu að þú þarft að vera innskráður á Kahoot! til að krækjurnar leiði þig inn í söfnin sem þær vísa á.

Kahoot! hefur verið að uppfærast og hefur ekki enn gert leiðbeiningarmyndband fyrir nýja viðmótið. Þetta, sem er frá árinu 2019, gefur þó ágæta hugmynd um það hvernig á að spila Kahoot! með nemendum.

Hvort er betra?

Býður upp á margs konar námsaðferðir
Býður upp á kennslu á milli spurninga

Kostir Quizlet eru:

 • hægt að setja inn rödd (framburð)
 • hægt að setja inn textaáherslur; m.a. með litum
 • hægt að prenta út skyndipróf (Test)
 • margar námsaðferðir í boði fyrir nemendur

Kostir Kahoot! eru:

 • hægt að stilla tíma fyrir hverja spurningu
 • hægt að koma að leiðbeiningum á milli spurninga
 • skilar aðgengilegu yfirliti um gengi nemenda í lok leiks

Tveir stærstu gallarnir: ① Þegar stuðst er við utanaðkomandi hugbúnað ræður þú ekki framsetningunni sjálfur. ② Það tekur tíma að kenna nemendum hvernig hugbúnaðurinn virkar.

Hins vegar eru kostir þess að bjóða upp á gagnvirka námsleiki ótvíræðir. Þannig gefst ekki aðeins kostur á að brjóta upp kennslustundirnar heldur líka að kanna stöðu nemenda í tilteknum námsþætti.

Hópleikirnir, sem bæði Quizlet og Kahoot! bjóða upp á, eru líka fyrirtaks leið til að nemendur læri hver af öðrum.

Uppfært 13. ágúst 2022