Lærum saman og höfum gaman!

Lærum saman og höfum gaman!

Smelltu á hnappana hér fyrir neðan til að finna ítarefni fyrir viðeigandi þemakassa.

Staðarorð

Viðfangsefni staðarorðakassans eru í meginatriðum tvö. Þau eru hvar og hvenær á að nota:

 1. þolfall og þágufall
 2. í og á

Af 200 staðarorðaspjöldum eru 35 með greini. Með því er ýtt undir að föllin séu æfð með og án greinis. Í einhverjum tilvikum má taka greininn af og í sumum tilvikum má bæta honum aftan á staðarorðin sem hafa engan greini.

Hvað segja notendur?

Hvað segja notendur?

Ég keypti Staðarorðin og hef notað þau með nemendum mínum. Mjög vel unnin og vönduð spil.
- kennir fullorðnum

Ítarefni

Höfundur hefur búið til gagnvirkar æfingar, bæði inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast viðfangsefnum staðarorðanna.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessar æfingar. Taktu eftir að það eru líka nokkrar æfingar sem tengjast fataorðunum í skjalinu.

 • Þú kemst í æfingarnar með því að smella á krækjurnar.

Það er töluvert farið í staðarorð í bókunum Íslenska fyrir alla 1-4 og sjálfsagt að nýta það:

 1. kafli 9 Hvar er bankinn? (bls. 96-97 í rafrænu útgáfunni)
 2. kafli 4 Hvar, hvert, hvernig …? (bls. 50 og 52-54 í rafrænu útfáfunni)
 3. kafli 2 Staðir (bls. 16-19 og 23-25 í rafrænu útgáfunni)
 4. kafli 1 Til Íslands (verkefni 3.3 bls. 9 í rafrænu útgáfunni)

Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari í íslensku, hefur skrifað ágæta grein fyrir enskumælandi um það hvar á að nota þolfall og þágufall í sambandi við staðarorðin.

Höfundur hefur búið til gagnvirkar æfingar, bæði inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast viðfangsefnum staðarorðanna.

Hér er krækja með yfirliti yfir þessar æfingar. Þegar þú hefur opnað skjalið er hægt að komast í æfingarnar með því að smella á krækjurnar. Taktu eftir að það eru líka nokkrar æfingar sem tengjast fataorðunum í skjalinu.

Það er töluvert farið í staðarorð í bókunum Íslenska fyrir alla 1-4 og sjálfsagt að nýta það:

 1. kafli 9 Hvar er bankinn? (bls. 96-97 í rafrænu útgáfunni)
 2. kafli 4 Hvar, hvert, hvernig …? (bls. 50 og 52-54 í rafrænu útfáfunni)
 3. kafli 2 Staðir (bls. 16-19 og 23-25 í rafrænu útgáfunni)
 4. kafli 1 Til Íslands (verkefni 3.3 bls. 9 í rafrænu útgáfunni)

Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari í íslensku, hefur skrifað ágæta grein fyrir enskumælandi um það hvar á að nota þolfall og þágufall í sambandi við staðarorðin.

Annað viðbótarefni

Fataorð

Viðfangsefni fataorðakassans eru í meginatriðum þrjú eða hvar og hvenær á að nota:

 1. þolfall og þágufall
 2. vera í og vera með
 3. og líka flíkur með viðbótum (þágufall)

Af 200 fataorðaspjöldum eru alls 29 spjöld með svokölluðum viðbótum eða aukahlutum. Þessi orð standa ýmist sér eins og rassvasi eða eru innan hornklofa framan á viðeigandi fataorðaspjaldi eins og [rúllukraga]bolur

Ítarefni

Höfundur hefur búið til nokkrar gagnvirkar æfingar inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast fataorðum.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessar æfingar. Þú kemst í æfingarnar með því að smella á krækjurnar.

Quizlet

Það er ekki útlokað að það eigi eftir að bætast við gagnvirku verkefnin í þessu viðfangsefni síðar.

Það er farið svolítið í fataorðin í bókum 2 og 3 af Íslensku fyrir alla:

2. kafli 6 Að týna og gleyma (bls. 80-81 í rafrænu útgáfunni)
                Að kaupa skó og föt (bls. 80-85 (í rafrænu útgáfunni)
                Ég kann orð um föt (bls. 89 (í rafrænu útgáfunni)
3. kafli 5 Neyðarlínan (bls. 50-51 og 56 í rafrænu útgáfunni)

Á vefsíðunni Bragi: íslenska sem erlent mál er hægt að finna bæði orðaforða og verkefnahugmyndir sem er mögulegt að nýta með fataorðapakkanum.

Annað viðbótarefni

Aðrar vörur

Aðrar vörur

Samtalsspjöldin: Hreinsud

Samtalsspjöld

Ísbrjótur sem virkar!
A1+
Samtalsspjöldin: Símahaus

Samtalsspjöld

Ísbrjótur sem virkar!
A1+

Uppfært 12. janúar 2024