Lærum saman og höfum gaman!
Lærum saman og höfum gaman!
Smelltu á hnappana hér fyrir neðan til að finna ítarefni fyrir viðeigandi þemakassa.
Þemakassarnir eru ætlaðir:
- kennurum, öðru fagfólki og leiðbeinendum sem eru að vinna með þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál.
- nemendum á öllum aldri sem eru komnir á annað stig (A2+) í að læra íslensku sem annað mál.*
Þemakassarnir eru frábært verkfæri til að þjálfa og æfa:
- þolfall og þágufall nafnorða án greinis.
- þolfall og þágufall nafnorða með greini.
- málfræði og málfarshefðir í sambandi við staðar- og fataorð.
* Miðað er við að efnið nýtist í annarsmálskennslu í íslensku með fullorðnum nemendum sem eru á öðru stigi og ofar. Það er þó líklegt að það nýtist nemdendum og kennurum á öllum skólastigum svo og öðrum fagstéttum sem vinna með skjólstæðingum að aukinni tungumálafærni.
Markmið þemakassanna er að:
- gera nám og kennslu í íslensku sem öðru máli auðveldari og skemmtilegri.
- gera málfræðina aðgengilegri.
- bjóða upp á athafnanám.
- bjóða upp á leiki sem allir geta tekið þátt í.
- auðvelda skilning á viðkomandi orðaforða og notkun hans.
- styðja við þætti eins og: uppgötvunarnám, jafningjafræðslu og breytta endurtekningu.
Myndorðaspjöldin í þemakössunum eru ætluð til náms og leiks bæði með fagfólki og leiðbeinendum eða með fjölskyldu og vinum. Efnið býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Það er hægt að nota spjöldin til einstaklingsnáms, í para-/hópvinnu og sem borðspil :
- í skólanum með kennara, öðru fagfólki eða leiðbeinanda og bekkjarfélögum.
- heima með fjölskyldu og vinum.
Efnið í þemakössunum hentar sérlega vel í annarsmálskennslu í íslensku til að:
- styrkja orðaforða
- æfa/þjálfa málfræði
- æfa/þjálfa málfarsatriði/-hefðir
Hverjum staðarorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar er líka að finna hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum sem fylgir hverjum kassa.
- Hér eru hins vegar ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að skoða þær hér, hlaða þeim niður og prenta þær út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með staðarorðunum, smellir þú á staðarorð.
Hverjum fataorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar er líka að finna hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum. sem fylgir hverjum kassa.
- Hér eru hins vegar ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að skoða þær hér fyrir neðan, hlaða þeim niður og prenta þær út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með fataorðunum, smellir þú á fataorð.
Þemakassarnir eru ætlaðir:
- kennurum, öðru fagfólki og leiðbeinendum sem eru að vinna með þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál.
- nemendum á öllum aldri sem eru komnir á annað stig (A2+) í að læra íslensku sem annað mál.*
Þemakassarnir eru frábært verkfæri til að þjálfa og æfa:
- þolfall og þágufall nafnorða án greinis.
- þolfall og þágufall nafnorða með greini.
- málfræði og málfarshefðir í sambandi við staðar- og fataorð.
* Miðað er við að efnið nýtist í annarsmálskennslu í íslensku með fullorðnum nemendum sem eru á öðru stigi og ofar. Það er þó líklegt að það nýtist nemdendum og kennurum á öllum skólastigum svo og öðrum fagstéttum sem vinna með skjólstæðingum að aukinni tungumálafærni.
Markmið þemakassanna er að:
- gera nám og kennslu í íslensku sem öðru máli auðveldari og skemmtilegri.
- gera málfræðina aðgengilegri.
- bjóða upp á athafnanám.
- bjóða upp á leiki sem allir geta tekið þátt í.
- auðvelda skilning á viðkomandi orðaforða og notkun hans.
- styðja við þætti eins og: uppgötvunarnám, jafningjafræðslu og breytta endurtekningu.
Myndorðaspjöldin í þemakössunum eru ætluð til náms og leiks bæði með fagfólki og leiðbeinendum eða með fjölskyldu og vinum. Efnið býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Það er hægt að nota spjöldin til einstaklingsnáms, í para-/hópvinnu og sem borðspil :
- í skólanum með kennara, öðru fagfólki eða leiðbeinanda og bekkjarfélögum.
- heima með fjölskyldu og vinum.
Efnið í þemakössunum hentar sérlega vel í annarsmálskennslu í íslensku til að:
- styrkja orðaforða
- æfa/þjálfa málfræði
- æfa/þjálfa málfarsatriði/-hefðir
Staðarorð
Hverjum staðarorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar eru líka hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum sem fylgir hverjum kassa.
- Hér er kræka á ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að hlaða þeim niður og prenta út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með staðarorðunum, smellir þú á staðarorð.
Fataorð
Hverjum fataorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar eru líka hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum. sem fylgir hverjum kassa.
- Hér er krækja á ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að hlaða þeim niður og prenta út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með fataorðunum, smellir þú á fataorð.
Staðarorð
Viðfangsefni staðarorðakassans eru í meginatriðum tvö. Þau eru hvar og hvenær á að nota:
- þolfall og þágufall
- í og á
Af 200 staðarorðaspjöldum eru 35 með greini. Með því er ýtt undir að föllin séu æfð með og án greinis. Í einhverjum tilvikum má taka greininn af og í sumum tilvikum má bæta honum aftan á staðarorðin sem hafa engan greini.
Hvað segja notendur?
Hvað segja notendur?
Ítarefni
Höfundur hefur búið til gagnvirkar æfingar, bæði inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast viðfangsefnum staðarorðanna.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessar æfingar. Taktu eftir að það eru líka nokkrar æfingar sem tengjast fataorðunum í skjalinu.
- Þú kemst í æfingarnar með því að smella á krækjurnar.
Það er töluvert farið í staðarorð í bókunum Íslenska fyrir alla 1-4 og sjálfsagt að nýta það:
Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari í íslensku, hefur skrifað ágæta grein fyrir enskumælandi um það hvar á að nota þolfall og þágufall í sambandi við staðarorðin.
Höfundur hefur búið til gagnvirkar æfingar, bæði inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast viðfangsefnum staðarorðanna.
Hér er krækja með yfirliti yfir þessar æfingar. Þegar þú hefur opnað skjalið er hægt að komast í æfingarnar með því að smella á krækjurnar. Taktu eftir að það eru líka nokkrar æfingar sem tengjast fataorðunum í skjalinu.
Það er töluvert farið í staðarorð í bókunum Íslenska fyrir alla 1-4 og sjálfsagt að nýta það:
Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari í íslensku, hefur skrifað ágæta grein fyrir enskumælandi um það hvar á að nota þolfall og þágufall í sambandi við staðarorðin.
Annað viðbótarefni
Hreyfing → þolfall
Kyrrstaða → þágufall
Það er ekki eins aðgengilegt að útskrýra hvar á að nota í og á eins og föllin. Yfirlitsblaðið hér að neðan er þó tilraun til þess. Höfundur hefur notað það með nemendum sem eru komnir á 3. stig og ofar.
Fyrir neðan útprentanlega pdf-skjalið er tafla með vísbendingum sem hafa reynst hjálplegar þeim sem eru komnir á 5. stig og ofar.
Taflan er tilraun til að draga fram vísbendingar fyrir annarsmálsnemendur um það hvar á að nota í og hvar á með staðarorðum. Vísbendingarnar eru almennar en alls ekki algildar.í
- garðar
- ferðir
- búðir
- skólar
- staðir/staðsetningar með skýra afmörkun①
- prívatstaðir og -staðsetningar②
Dæmi:
1. í borg, í landi (á meginlandinu), í dal, í firði
2. í sumarbústað, í baði, í matarboði, í kirkju
á
- stofnanir
- söfn og sýningar
- torg, stæði og stöðvar
- opinberir þjónustustaðir; -hús og -stofur
- staðir/staðsetningar opin veðrum og vindum③
- almenningsstaðir; vettvangur og viðburðir④
Dæmi:
3. á eyju, á fjallstindi, á lyftara, á bát
4. á fótboltaleik, á rúntinum, á balli, á tónleikum
Myndorðaspjöldin með staðarorðunum er einkar góð leið til að kenna málfarshefðirnar og málfræðina sem tengjast þeim. Flestir nemendur þurfa hins vegar á einhvers konar setningarformúlum að halda til að halda sig annaðhvort við þolfallið eða þágufallið.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast setningarformúlublað fyrir bæði föllin.
Það er ekki eins aðgengilegt að útskrýra hvar á að nota í og á eins og föllin.
Hér er fyrst útprentanlegt yfirlitsblað á pdf-formi sem er hægt að hlaða niður og prenta út. Höfundur hefur notað það með nemendum sem eru komnir á 3. stig og ofar.
Meðfylgjandi tafla gefur líka vísbendingar. Þær hafa reynst hjálplegar þeim sem eru komnir á 5. stig og ofar. Vísbendingarnar eru almennar en alls ekki algildar.
í
- garðar
- ferðir
- búðir
- skólar
- staðir/staðsetningar með skýra afmörkun①
- prívatstaðir og -staðsetningar②
Dæmi:
1. í borg, í landi (á meginlandinu), í dal, í firði
2. í sumarbústað, í baði, í matarboði, í kirkju
á
- stofnanir
- söfn og sýningar
- torg, stæði og stöðvar
- opinberir þjónustustaðir; -hús og -stofur
- staðir/staðsetningar opin veðrum og vindum③
- almenningsstaðir; vettvangur og viðburðir④
Dæmi:
3. á eyju, á fjallstindi, á lyftara, á bát
4. á fótboltaleik, á rúntinum, á balli, á tónleikum
Myndorðaspjöldin með staðarorðunum er einkar góð leið til að kenna málfarshefðirnar og málfræðina sem tengjast þeim. Flestir nemendur þurfa hins vegar á einhvers konar setningarformúlum að halda til að halda sig annaðhvort við þolfallið eða þágufallið.
Með því að smella á eftirfarandi krækju má hlaða niður og prenta út setningarformúlublaði fyrir bæði föllin.
Fataorð
Viðfangsefni fataorðakassans eru í meginatriðum þrjú eða hvar og hvenær á að nota:
- þolfall og þágufall
- vera í og vera með
- og líka flíkur með viðbótum (þágufall)
Af 200 fataorðaspjöldum eru alls 29 spjöld með svokölluðum viðbótum eða aukahlutum. Þessi orð standa ýmist sér eins og rassvasi eða eru innan hornklofa framan á viðeigandi fataorðaspjaldi eins og [rúllukraga]bolur.
Ítarefni
Höfundur hefur búið til nokkrar gagnvirkar æfingar inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast fataorðum.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessar æfingar. Þú kemst í æfingarnar með því að smella á krækjurnar.
Quizlet
2. stig
➤ Föt
➤ Skófatnaður og yfhafnir
Það er ekki útlokað að það eigi eftir að bætast við gagnvirku verkefnin í þessu viðfangsefni síðar.
Kahoot!
Á vefsíðunni Bragi: íslenska sem erlent mál er hægt að finna bæði orðaforða og verkefnahugmyndir sem er mögulegt að nýta með fataorðapakkanum.
- Klæðanaður (orðaforði)
- Föt við hæfi (í kennarahandbókinni)
Annað viðbótarefni
Fataorðin henta mjög vel til að æfa þolfallið og þágufallið með og án greinis. Hins vegar þarf að skýra mjög vel bæði orðasamböndin sem eru notuð með fataorðunum og fallstjórn þeirra.
Eftirfarandi skýringarmyndir hafa reynst vel til að skýra algengustu sagnorðasamböndin í þessu sambandi.
Í fataorðapakkanum eru líka orð um fylgihluti sem við tökum með okkar og önnur sem við setjum í hárið.
Fataorðin eru tilvalin til að skapa viðráðanlega stígandi í annarsmálsnámi í íslensku í sambandi við nafnorðabeyginguna þar sem stígandin er innifalin í orðasamböndunum sem eru notuð með fataorðunum. Taflan hér að neðan gefur góða yfirsýn yfir það hvað er átt við.
Þolfall
- fara í föt
- setja á sig/(í hárið) fylgihlut
- taka með sér fylgi-/aukahlut
- vera með fylgi-/aukahlut
Þolfall með greini
- taka af sér fatnaðinn/fylgihlutinn
Þágufall
- vera í fötum
- flík með viðbót/viðbótum①
① a) peysa með rúllukraga, b) buxur með rassvösum
Þágufall með greini
- fara úr fötunum
Það er ekki útilokað að hafa greini í fleiri tilvikum en talin eru hér að ofan.
Fataorðin bjóða upp á námsleiki og æfingar þar sem nemendur lýsa því:
- í hvaða fatnað þeir ætla að fara? fyrir ákveðin tilefni eða við tilteknar veðuraðstæður.
- í hverju þeir eru? við ákveðin tilefni eða í tilteknum veðuraðstæðum.
Það er líka tilvalið að æfa lýsingarorðin með fataorðunum; bæði óreglulega (sterka) og reglulega (veika) beygingu.
Hér fyrir neðan er krækjulisti með útprentanlegum pdf-skjölum. Mælt er með því að líta á þau sem hugmyndabanka þó þau geti nýst sem hjálpargögn fyrir lengra komna nemendur (B1+). Stigin sem eru gefin upp, hér og annars staðar á síðunni, taka mið af stigunum í fullorðinsfræðslunni.
Setningarformúlur
Þolfall (3. stig+)
Aðallega þágufall (4. stig+)
Fatnaður við hæfi
Nokkur tilefni (3. stig+)
Veðuraðstæður (4. stig+)
Lýsingarorð um föt
Sirka 90 lýsingarorð (5. stig+)
Aðrar vörur
Aðrar vörur
Uppfært 12. janúar 2024