Grunnverð fyrir stakan tíma eru 13.000,-. Fyrir kennslustundina er greiddur einn klukkutími sem skiptist þannig niður: 50 mínútna kennsla + 10 mínútur fyrir kennsluundirbúning og verkefnayfirferð.
Veittur er afsláttur ef 10 tímar eða fleiri eru keyptir í einu. Verðið miðast við staðnám fyrir einn einstakling sem fer fram á heimili kennarans. Athugaðu að prufutími telst sem stakur tími. Ef 10 tíma pakki er keyptur í kjölfarið dregst kostnaðurinn frá heildarverðinu (Dæmi: 100.000 – 13.000 = 87.000)
| |
1 kennslustund (60 mín kennsla) | |
10 kennslustundir teknar á 14-17 vikum (50 + 10 mín) | |
10 kennslustundir teknar á 10-13 vikum (50 + 10 mín) | |
10 kennslustundir teknar á 5-7 vikum (50 + 10 mín) | |
10 kennslustundir fyrir par (7.000,- ISK x 2 =) | |
Tímarnir eru að jafnaði greiddir fyrirfram. Ef þú átt rétt á námsstyrk frá þínu stéttarfélagi færðu reikning til að leggja fram með umsókn um slíkt.
Stéttarfélög endurgreiða 75-100% þeirrar upphæðar sem greidd er fyrir einkakennsluna.
*Gildir frá 1. september 2024
☛ Fyrsti tíminn er prufutími og því þarf ekki að greiða fyrir hann fyrirfram. Í lok tímans ætti að vera ljóst hvort við getum unnið saman að markmiðum þínum. Þá tekur þú ákvörðun um það hvort þú borgar fyrir einn stakan tíma eða 10 tíma í einu (sjá valkosti undir verð).
☛ Greiðsla er tekin fyrir bókaðar kennslustundir sem eru afboðaðar með minna en 24 klst. fyrirvara. Ef forföll eru boðuð með 24 klst. eða lengri fyrirvara er nýr tími bókaður án aukakostnaðar.
☛ Hins vegar ef afboðanir fara yfir þrjú skipti getur nemandi ⓐ greitt aukalega til að fá 10 tíma á lengra tímabili en greitt var fyrir í upphafi ⓑ eða tímarnir sem fara fram yfir tímabilið falla niður (sjá kostnað fyrir mislöng tímabil undir verð).
☛ Óskir um breytingar á kennsluvettvangi þarf einnig að koma á framfæri með minnst 24 klst. fyrirvara. Hér er meðal annars átt við óskir um fjarnámtíma í stað staðnámstíma.