Ef þig vantar einkakennara í íslensku er ég kannski kennarinn sem þú ert að leita að.

Ef þú ert að læra íslensku sem annað mál getur þú sótt einkatíma hjá mér. 

Ég heiti Rakel Sigurgeirsdóttir. Ég útskrifaðist sem framhaldsskólakennari í íslensku vorið 1995 sem þýðir að ég er komin með næstum 30 ára kennslureynslu.

Rakel í nærmynd

Fullbókuð fram í október.

Um mig

Menntun

 • 2021 – MIS-gráða í upplýsingafræði og þekkingarstjórnun
 • 2020 – diplóma í vefmiðlun
 • 1995 – kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda
 • 1994 – BA-gráða í íslensku

Ferill

Útskriftardagur
 • 2016 – einkakennari
 • 2011 – annarsmálskennari í íslensku hjá Mími
 • 2000-2010 annarsmálskennari í íslensku í framhaldsskóla
 • 1995-2010 framhaldsskólakennari í íslensku við VMA

Áhugamál

 • tungumálanám og -kennsla
 • vef- og textahönnun
 • nytsemisfræði
 • hestar og kettir
 • menningarsaga
 • ferðalög

Ég bý í Grafarvogi og hef aðstöðu til að kenna heima hjá mér. Sexan stoppar rétt hjá heimili mínu. 

Þegar um börn, yngri en 13 ára, er að ræða kemur til greina að kenna á heimili nemenda en það er dýrara.

Áhersla á fullorðna nemendur
sem búa á Íslandi og kjósa staðarnám
Get líka boðið upp á fjarnám
Áhersla á fullorðna nemendur
sem búa á Íslandi og kjósa staðarnám
Get líka boðið upp á fjarnám
 • Ég er með tíma á milli kl. 11:00 og 21:00 á mánudögum og miðvikudögum. 
 • … á milli klukkan 13:00 og 15:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. 
 • Það er líka möguleiki að fá tíma fyrir hádegi á föstudögum og laugardögum.

Innihald og fyrirkomulag kennslunnar fer eftir markmiðum þínum og á hvaða stigi þú ert í íslenskunáminu. Það er hins vegar mjög algengt að fyrstu tímarnir snúist um orðaforða og önnur grundvallaratriði.

 • Kennsla í íslensku sem öðru máli fer að miklu leyti fram í gegnum alls konar samtöl.
 • Mikil áhersla er lögð á athafnanám (learning-by-doing) og leikjun (gamification).

Það er nefnilega nauðsynlegt að námið sé skemmtilegt líkaツ

Val á námsefni fer aðallega eftir því á hvaða stigi þú ert og hvað þú vilt fá út úr kennslunni.

 • Fullorðnir geta tekið með sér sitt eigið efni. Hingað til hafa langflestir kosið að nota einhvers konar blöndu af:
 • Grunn- og framhaldsskólanemar hafa ýmist fengið stuðning í því efni sem þeir eru með í skólanum eða fengið viðbótarefni frá mér.

Hvað heimavinnu varðar fer umfang hennar og innihald fyrst og fremst eftir markmiðum og óskum hvers nemanda.

 • Sumir nemendur vilja til dæmis lesa texta og eiga samræður sem byggir á innihaldinu.
 • Margir vilja og þurfa að æfa grunnmálfræði.
 • Svo eru þó nokkrir sem vilja bæta orðaforða og málskilning með gagnvirkum verkefnum.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um áherslur en þær geta líka verið breytilegar eftir aldri og skólastigum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hugsanlegar áherslur í kennslunni eftir skólastigum.

fullorðinn

•tal og framburður

•lestur og skilningur

•málfræði

•ritun og stafsetning

•undirbúningur undir ríkisborgarapróf

•undirbúningur undir inntökupróf í ÍSA hjá HÍ

framhaldsskóla-

nemandi

•ritgerðarvinna

•bókmennta- og ljóðatúlkun
•málfræði og stafsetning
•undirbúningur undir áfangapróf

grunnskóla-
nemandi

•orðaforði og málfar

•ritun og stafsetning
•undirbúningur undir samræmt próf

Uppfært 15. ágúst 2022