Lærum saman og höfum gaman!
Lærum saman og höfum gaman!
Smelltu á hnappana hér fyrir neðan til að finna ítarefni fyrir viðeigandi þemakassa.
Þemakassarnir eru ætlaðir:
- kennurum, öðru fagfólki og leiðbeinendum sem eru að vinna með þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál.
- nemendum á öllum aldri sem eru komnir á annað stig (A2+) í að læra íslensku sem annað mál.*
Þemakassarnir eru frábært verkfæri til að þjálfa og æfa:
- þolfall og þágufall nafnorða án greinis.
- þolfall og þágufall nafnorða með greini.
- málfræði og málfarshefðir í sambandi við staðar- og fataorð.
* Miðað er við að efnið nýtist í annarsmálskennslu í íslensku með fullorðnum nemendum sem eru á öðru stigi og ofar. Það er þó líklegt að það nýtist nemdendum og kennurum á öllum skólastigum svo og öðrum fagstéttum sem vinna með skjólstæðingum að aukinni tungumálafærni.
Markmið þemakassanna er að:
- gera nám og kennslu í íslensku sem öðru máli auðveldari og skemmtilegri.
- gera málfræðina aðgengilegri.
- bjóða upp á athafnanám.
- bjóða upp á leiki sem allir geta tekið þátt í.
- auðvelda skilning á viðkomandi orðaforða og notkun hans.
- styðja við þætti eins og: uppgötvunarnám, jafningjafræðslu og breytta endurtekningu.
Myndorðaspjöldin í þemakössunum eru ætluð til náms og leiks bæði með fagfólki og leiðbeinendum eða með fjölskyldu og vinum. Efnið býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Það er hægt að nota spjöldin til einstaklingsnáms, í para-/hópvinnu og sem borðspil :
- í skólanum með kennara, öðru fagfólki eða leiðbeinanda og bekkjarfélögum.
- heima með fjölskyldu og vinum.
Efnið í þemakössunum hentar sérlega vel í annarsmálskennslu í íslensku til að:
- styrkja orðaforða
- æfa/þjálfa málfræði
- æfa/þjálfa málfarsatriði/-hefðir
Hverjum staðarorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar er líka að finna hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum sem fylgir hverjum kassa.
- Hér eru hins vegar ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að skoða þær hér, hlaða þeim niður og prenta þær út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með staðarorðunum, smellir þú á staðarorð.
Hverjum fataorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar er líka að finna hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum. sem fylgir hverjum kassa.
- Hér eru hins vegar ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að skoða þær hér fyrir neðan, hlaða þeim niður og prenta þær út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með fataorðunum, smellir þú á fataorð.
Þemakassarnir eru ætlaðir:
- kennurum, öðru fagfólki og leiðbeinendum sem eru að vinna með þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál.
- nemendum á öllum aldri sem eru komnir á annað stig (A2+) í að læra íslensku sem annað mál.*
Þemakassarnir eru frábært verkfæri til að þjálfa og æfa:
- þolfall og þágufall nafnorða án greinis.
- þolfall og þágufall nafnorða með greini.
- málfræði og málfarshefðir í sambandi við staðar- og fataorð.
* Miðað er við að efnið nýtist í annarsmálskennslu í íslensku með fullorðnum nemendum sem eru á öðru stigi og ofar. Það er þó líklegt að það nýtist nemdendum og kennurum á öllum skólastigum svo og öðrum fagstéttum sem vinna með skjólstæðingum að aukinni tungumálafærni.
Markmið þemakassanna er að:
- gera nám og kennslu í íslensku sem öðru máli auðveldari og skemmtilegri.
- gera málfræðina aðgengilegri.
- bjóða upp á athafnanám.
- bjóða upp á leiki sem allir geta tekið þátt í.
- auðvelda skilning á viðkomandi orðaforða og notkun hans.
- styðja við þætti eins og: uppgötvunarnám, jafningjafræðslu og breytta endurtekningu.
Myndorðaspjöldin í þemakössunum eru ætluð til náms og leiks bæði með fagfólki og leiðbeinendum eða með fjölskyldu og vinum. Efnið býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Það er hægt að nota spjöldin til einstaklingsnáms, í para-/hópvinnu og sem borðspil :
- í skólanum með kennara, öðru fagfólki eða leiðbeinanda og bekkjarfélögum.
- heima með fjölskyldu og vinum.
Efnið í þemakössunum hentar sérlega vel í annarsmálskennslu í íslensku til að:
- styrkja orðaforða
- æfa/þjálfa málfræði
- æfa/þjálfa málfarsatriði/-hefðir
Staðarorð
Hverjum staðarorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar eru líka hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum sem fylgir hverjum kassa.
- Hér er kræka á ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að hlaða þeim niður og prenta út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með staðarorðunum, smellir þú á staðarorð.
Fataorð
Hverjum fataorðapakka fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem tákn og merkingar eru útskýrð. Þar eru líka hugmyndir um notkun auk málfræðiútskýringa. Viðbótarskýringar eru á tveimur millispjöldum. sem fylgir hverjum kassa.
- Hér er krækja á ýtarlegar leiðbeiningar og útskýringar. Hægt er að hlaða þeim niður og prenta út
- Til að komast í ítar- og viðbótarefni, sem er í boði með fataorðunum, smellir þú á fataorð.
Staðarorð
Viðfangsefni staðarorðakassans eru í meginatriðum tvö. Þau eru hvar og hvenær á að nota:
- þolfall og þágufall
- í og á
Af 200 staðarorðaspjöldum eru 35 með greini. Með því er ýtt undir að föllin séu æfð með og án greinis. Í einhverjum tilvikum má taka greininn af og í sumum tilvikum má bæta honum aftan á staðarorðin sem hafa engan greini.

Hvað segja notendur?
Hvað segja notendur?

Ítarefni
Höfundur hefur búið til gagnvirkar æfingar, bæði inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast viðfangsefnum staðarorðanna.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessar æfingar. Taktu eftir að það eru líka nokkrar æfingar sem tengjast fataorðunum í skjalinu.
- Þú kemst í æfingarnar með því að smella á krækjurnar.
Það er töluvert farið í staðarorð í bókunum Íslenska fyrir alla 1-4 og sjálfsagt að nýta það:
Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari í íslensku, hefur skrifað ágæta grein fyrir enskumælandi um það hvar á að nota þolfall og þágufall í sambandi við staðarorðin.
Höfundur hefur búið til gagnvirkar æfingar, bæði inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast viðfangsefnum staðarorðanna.
Hér er krækja með yfirliti yfir þessar æfingar. Þegar þú hefur opnað skjalið er hægt að komast í æfingarnar með því að smella á krækjurnar. Taktu eftir að það eru líka nokkrar æfingar sem tengjast fataorðunum í skjalinu.
Það er töluvert farið í staðarorð í bókunum Íslenska fyrir alla 1-4 og sjálfsagt að nýta það:
Sigurður Hermannsson, málfræðingur og annarsmálskennari í íslensku, hefur skrifað ágæta grein fyrir enskumælandi um það hvar á að nota þolfall og þágufall í sambandi við staðarorðin.
Annað viðbótarefni
Einfaldast er að útskýra hvar á að nota þolfall og þágufall með einfaldri skýringarmynd.
Fara á staðinn → þolfall

Hvert ertu að fara?
Vera á staðnum → þágufall

Hvar ertu?
Það er ekki eins aðgengilegt að útskrýra hvar á að nota í og á eins og föllin. Yfirlitsblaðið hér að neðan er þó tilraun til þess. Höfundur hefur notað það með nemendum sem eru komnir á 3. stig og ofar.
Fyrir neðan útprentanlega pdf-skjalið er tafla með vísbendingum sem hafa reynst hjálplegar þeim sem eru komnir á 5. stig og ofar.
Taflan er tilraun til að draga fram vísbendingar fyrir annarsmálsnemendur um það hvar á að nota í og hvar á með staðarorðum. Vísbendingarnar eru almennar en alls ekki algildar.
í
- garðar
- ferðir
- búðir
- skólar
- staðir/staðsetningar með skýra afmörkun①
- prívatstaðir og -staðsetningar②
Dæmi:
1. í borg, í landi (á meginlandinu), í dal, í firði
2. í sumarbústað, í baði, í matarboði, í kirkju
á
- stofnanir
- söfn og sýningar
- torg, stæði og stöðvar
- opinberir þjónustustaðir; -hús og -stofur
- staðir/staðsetningar opin veðrum og vindum③
- almenningsstaðir; vettvangur og viðburðir④
Dæmi:
3. á eyju, á fjallstindi, á lyftara, á bát
4. á fótboltaleik, á rúntinum, á balli, á tónleikum
Myndorðaspjöldin með staðarorðunum er einkar góð leið til að kenna málfarshefðirnar og málfræðina sem tengjast þeim. Flestir nemendur þurfa hins vegar á einhvers konar setningarformúlum að halda til að halda sig annaðhvort við þolfallið eða þágufallið.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast setningarformúlublað fyrir bæði föllin.
Einfaldast er að útskýra hvar á að nota þolfall og þágufall með einfaldri skýringarmynd.


Það er ekki eins aðgengilegt að útskrýra hvar á að nota í og á eins og föllin.
Hér er fyrst útprentanlegt yfirlitsblað á pdf-formi sem er hægt að hlaða niður og prenta út. Höfundur hefur notað það með nemendum sem eru komnir á 3. stig og ofar.
Meðfylgjandi tafla gefur líka vísbendingar. Þær hafa reynst hjálplegar þeim sem eru komnir á 5. stig og ofar. Vísbendingarnar eru almennar en alls ekki algildar.
í
- garðar
- ferðir
- búðir
- skólar
- staðir/staðsetningar með skýra afmörkun①
- prívatstaðir og -staðsetningar②
Dæmi:
1. í borg, í landi (á meginlandinu), í dal, í firði
2. í sumarbústað, í baði, í matarboði, í kirkju
á
- stofnanir
- söfn og sýningar
- torg, stæði og stöðvar
- opinberir þjónustustaðir; -hús og -stofur
- staðir/staðsetningar opin veðrum og vindum③
- almenningsstaðir; vettvangur og viðburðir④
Dæmi:
3. á eyju, á fjallstindi, á lyftara, á bát
4. á fótboltaleik, á rúntinum, á balli, á tónleikum
Myndorðaspjöldin með staðarorðunum er einkar góð leið til að kenna málfarshefðirnar og málfræðina sem tengjast þeim. Flestir nemendur þurfa hins vegar á einhvers konar setningarformúlum að halda til að halda sig annaðhvort við þolfallið eða þágufallið.
Með því að smella á eftirfarandi krækju má hlaða niður og prenta út setningarformúlublaði fyrir bæði föllin.
Fataorð
Viðfangsefni fataorðakassans eru í meginatriðum þrjú eða hvar og hvenær á að nota:
- þolfall og þágufall
- vera í og vera með
- og líka flíkur með viðbótum (þágufall)
Af 200 fataorðaspjöldum eru alls 29 spjöld með svokölluðum viðbótum eða aukahlutum. Þessi orð standa ýmist sér eins og rassvasi eða eru innan hornklofa framan á viðeigandi fataorðaspjaldi eins og [rúllukraga]bolur.

Ítarefni
Höfundur hefur búið til nokkrar gagnvirkar æfingar inni á Quizlet og Kahhot! sem tengjast fataorðum.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessar æfingar. Þú kemst í æfingarnar með því að smella á krækjurnar.
Quizlet
2. stig
➤ Föt
➤ Skófatnaður og yfhafnir
Það er ekki útlokað að það eigi eftir að bætast við gagnvirku verkefnin í þessu viðfangsefni síðar.
Kahoot!
Á vefsíðunni Bragi: íslenska sem erlent mál er hægt að finna bæði orðaforða og verkefnahugmyndir sem er mögulegt að nýta með fataorðapakkanum.
- Klæðanaður (orðaforði)
- Föt við hæfi (í kennarahandbókinni)
Annað viðbótarefni
fara í – vera í – fara úr

→ fatnaður sem fer yfir búk eða útlimi;
→ fatnaður fyrir hendur og fætur
setja á sig – vera með – taka af sér

→ fylgi- og aukahlutir;
→ höfuðföt og hálsklæðnaður
Fataorðin eru tilvalin til að skapa viðráðanlega stígandi í annarsmálsnámi í íslensku í sambandi við nafnorðabeyginguna þar sem stígandin er innifalin í orðasamböndunum sem eru notuð með fataorðunum. Taflan hér að neðan gefur góða yfirsýn yfir það hvað er átt við.
Þolfall
- fara í föt
- setja á sig/(í hárið) fylgihlut
- taka með sér fylgi-/aukahlut
- vera með fylgi-/aukahlut
Þolfall með greini
- taka af sér fatnaðinn/fylgihlutinn
Þágufall
- vera í fötum
- flík með viðbót/viðbótum①
① a) peysa með rúllukraga, b) buxur með rassvösum
Þágufall með greini
- fara úr fötunum
Það er ekki útilokað að hafa greini í fleiri tilvikum en talin eru hér að ofan.
Fataorðin bjóða upp á námsleiki og æfingar þar sem nemendur lýsa því:
- í hvaða fatnað þeir ætla að fara? fyrir ákveðin tilefni eða við tilteknar veðuraðstæður.
- í hverju þeir eru? við ákveðin tilefni eða í tilteknum veðuraðstæðum.
Það er líka tilvalið að æfa lýsingarorðin með fataorðunum; bæði óreglulega (sterka) og reglulega (veika) beygingu.
Hér fyrir neðan er krækjulisti með útprentanlegum pdf-skjölum. Mælt er með því að líta á þau sem hugmyndabanka þó þau geti nýst sem hjálpargögn fyrir lengra komna nemendur (B1+). Stigin sem eru gefin upp, hér og annars staðar á síðunni, taka mið af stigunum í fullorðinsfræðslunni.
Setningarformúlur
Þolfall (3. stig+)
Aðallega þágufall (4. stig+)
Fatnaður við hæfi
Nokkur tilefni (3. stig+)
Veðuraðstæður (4. stig+)
Lýsingarorð um föt
Sirka 90 lýsingarorð (5. stig+)
Aðrar vörur
Aðrar vörur

Uppfært 29. október 2025